Leikskólakennari í innvistarvanda Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir skrifar 17. mars 2023 08:01 Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar