Hvernig lítur Ísland út 2040? Nótt Thorberg skrifar 17. mars 2023 11:30 Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun