Hvernig lítur Ísland út 2040? Nótt Thorberg skrifar 17. mars 2023 11:30 Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun