Viðskipti innlent

Gina Tricot opnar á Íslandi í dag

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar og er Íslendingum að góðu kunn.
Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar og er Íslendingum að góðu kunn. Gina Tricot

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar í dag nýja netverslun á Íslandi, ginatricot.is.

Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar og er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.

Gina Tricot er rekið í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon en þau hafa rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt.

Í tilkynningu kemur fram að Gina Tricot bjóði konum og stúlkum skandinavískan tískufatnað og fylgihluti fyrir öll tilefni ásamt nýjum línum Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164.

Í fyrsta sinn er viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu boðið uppá að velja um afhendingu samdægurs sé verslað fyrir kl. 16:00. Afhending er um land allt með þjónustu Dropp ásamt Póstinum auk þess sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að sækja pantanir sínar á opnunartíma starfsstöðvar Gina Tricot í Skeiðarási 8, Garðabæ samdægurs og án kostnaðar.

„Eftir allan undirbúninginn og framlag þeirra fjölmörgu samstarfsaðila okkar sem lögðu hönd á plóginn getum við loks opnað Gina Tricot fyrir tískumeðvituðum konum á Íslandi. Við erum ótrúlega spennt fyrir framtíðinni!“segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex

Netverslun ginatricot.is opnar á slaginu kl. 12:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með á Instagram síðunni @ginatricoticeland og Facebook, Gina Tricot Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×