Flatkökur og vínberjasulta í altarisgöngu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:30 Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021).
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun