„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 09:00 Harðverjar féllu í fyrrakvöld. Vísir/Hulda Margrét Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís. Hörður Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís.
Hörður Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira