Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Fjölnir 92-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Atli Arason skrifar 19. mars 2023 20:15 Úr leik dagsins. Vísir/Diego Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leik lauk með 18 stiga sigri Hauka, 92-74. Haukar halda 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Fjölnir er áfram í 6. sætinu. Fjölniskonur fóru örlítið betur af stað í leiknum en þær voru skrefi á undan á upphafsmínútunum og komust mest í fimm stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Í kjölfarið fór sóknarleikur Fjölnis að hökta og mikið af töpuðum boltum olli því að Haukar komust inn í leikinn og tóku öllu völd. 14 stiga áhlaup heimakvenna vóg þungt í níu stiga sigri Hauka í fyrsta leikhluta, 26-17. Heimakonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í öðrum leikhluta og náðu mest að komast í 13 stiga forskot áður en það sáust einhver lífsmörk á leik Fjölniskvenna sem náðu, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, að brúa bilið örlítið með níu stiga áhlaupi um miðjan annan fjórðung og munurinn á milli liðanna skyndilega kominn niður í sex stig, 36-30. Baddi, þjálfari Hauka, virtist þó alltaf vera með krók á móti bragði Kristjönu, þjálfara Fjölnis. Haukar juku aftur við forskot sitt og voru tíu stigum yfir í hálfleik, 44-34. Keira Robinson spilaði frábærlega í síðari hálfleiknum.Diego Haukar komu inn í síðari hálfleik af sama krafti og þær kláruðu þann fyrri en þegar þriðji leikhluti var hálfnaður voru Hafnfirðingar 22 stigum yfir eftir sniðskot frá Lovísu Björt. Sá munur hélst nokkurn veginn út þriðja leikhluta en Fjölnisstúlkum tókst að minnka muninn niður í 15 stig fyrir loka fjórðunginn, 67-52. Í síðasta leikhlutanum náðu heimakonur að komast í 26 stiga forskot í þrígang, sem var mesti munurinn á milli liðanna í öllum leiknum, þegar þær nýttu sér slæma skotnýtingu gestanna og marga tapaða bolta sér til hagsbótar. Tíu stiga áhlaup Fjölnis undir lok leiks lagaði þó stöðuna örlítið fyrir Fjölni áður en Tinna Guðrún lokaði leiknum fyrir Hauka með sniðskoti áður en leiktíminn rann út. Lokatölur voru því 92-74 fyrir Hauka. Afhverju unnu Haukar? Bæði sókn og vörn hjá Haukum gekk vel upp í kvöld. 19 tapaðir boltar hjá Fjölni var allt of mikið en Haukar náðu alls að skora 23 stig upp úr töpuðum boltum hjá gestunum. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var besti leikmaður vallarins í kvöld en hún fór hamförum í síðari hálfleik þar sem hún skoraði alls 18 af 30 stigum sínum í leiknum. Robinson tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hjá Fjölni var Brittany Dinkins stigahæst, einnig með 30 stig. Hvað gerist næst? Haukar fara næst í heimsókn til Íslandsmeistara Njarðvíkur næsta miðvikudag á meðan Fjölnir tekur á móti Val í Dalhúsum sama dag. „Spiluðum bara heilt yfir flottan körfubolta“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í kvöld.Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur á Fjölni í Ólafssal í kvöld. „Margt mjög gott í leiknum hjá okkur. Mér fannst við byrja svolítið flatar í upphafi leiks en við byrjuðum svo síðari hálfleik mjög vel. Þar vorum við að framkvæma hluti vel í bæði sókn og vörn. Þá náðum við muninum fljótt upp í 20 stig og spiluðum bara heilt yfir flottan körfubolta,“ sagði Baddi í viðtali við Vísi eftir leik. Haukar komu töluvert sterkari út í síðari hálfleik og lögðu þar grunninn af öruggum sigri. „Varnarlega vorum við að falla of mikið af Brittany [Dinkins] og Urté [Slavickaite] og þurftum að bæta það. Sóknarlega vorum við aðeins of óþolinmóðar af bolta hindrunum, að fara alltaf strax í aðgerðir. Í síðari hálfleik fórum við að færa boltann meira og þá komu opnu skotin. Það voru í raun bara þessir tveir eða þrír hlutir sem við fórum yfir í hálfleik,“ svaraði Baddi, aðspurður út í það sem Haukar breyttu til í hálfleiknum. Haukar hafa verið í töluverðum meiðslavandræðum í allan vetur en það eru teikn á lofti um bjartari tíma hjá Haukum í þeim efnum. „Eva er á mjög góðri leið og það er tekin staðan á henni á hverjum einasta degi og styttist í að hún komi til baka, aðgerðin sem hún fór í gekk mjög vel. Jana er svo aðeins byrjuð að hlaupa aftur og vonandi fara þær að koma til baka sem fyrst. Við erum með góðan hóp í dag og bíðum bara spennt eftir því að geta bætt aðeins við og fengið aðeins breiðari hóp fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Fjölnir
Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leik lauk með 18 stiga sigri Hauka, 92-74. Haukar halda 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Fjölnir er áfram í 6. sætinu. Fjölniskonur fóru örlítið betur af stað í leiknum en þær voru skrefi á undan á upphafsmínútunum og komust mest í fimm stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Í kjölfarið fór sóknarleikur Fjölnis að hökta og mikið af töpuðum boltum olli því að Haukar komust inn í leikinn og tóku öllu völd. 14 stiga áhlaup heimakvenna vóg þungt í níu stiga sigri Hauka í fyrsta leikhluta, 26-17. Heimakonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt í öðrum leikhluta og náðu mest að komast í 13 stiga forskot áður en það sáust einhver lífsmörk á leik Fjölniskvenna sem náðu, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, að brúa bilið örlítið með níu stiga áhlaupi um miðjan annan fjórðung og munurinn á milli liðanna skyndilega kominn niður í sex stig, 36-30. Baddi, þjálfari Hauka, virtist þó alltaf vera með krók á móti bragði Kristjönu, þjálfara Fjölnis. Haukar juku aftur við forskot sitt og voru tíu stigum yfir í hálfleik, 44-34. Keira Robinson spilaði frábærlega í síðari hálfleiknum.Diego Haukar komu inn í síðari hálfleik af sama krafti og þær kláruðu þann fyrri en þegar þriðji leikhluti var hálfnaður voru Hafnfirðingar 22 stigum yfir eftir sniðskot frá Lovísu Björt. Sá munur hélst nokkurn veginn út þriðja leikhluta en Fjölnisstúlkum tókst að minnka muninn niður í 15 stig fyrir loka fjórðunginn, 67-52. Í síðasta leikhlutanum náðu heimakonur að komast í 26 stiga forskot í þrígang, sem var mesti munurinn á milli liðanna í öllum leiknum, þegar þær nýttu sér slæma skotnýtingu gestanna og marga tapaða bolta sér til hagsbótar. Tíu stiga áhlaup Fjölnis undir lok leiks lagaði þó stöðuna örlítið fyrir Fjölni áður en Tinna Guðrún lokaði leiknum fyrir Hauka með sniðskoti áður en leiktíminn rann út. Lokatölur voru því 92-74 fyrir Hauka. Afhverju unnu Haukar? Bæði sókn og vörn hjá Haukum gekk vel upp í kvöld. 19 tapaðir boltar hjá Fjölni var allt of mikið en Haukar náðu alls að skora 23 stig upp úr töpuðum boltum hjá gestunum. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var besti leikmaður vallarins í kvöld en hún fór hamförum í síðari hálfleik þar sem hún skoraði alls 18 af 30 stigum sínum í leiknum. Robinson tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hjá Fjölni var Brittany Dinkins stigahæst, einnig með 30 stig. Hvað gerist næst? Haukar fara næst í heimsókn til Íslandsmeistara Njarðvíkur næsta miðvikudag á meðan Fjölnir tekur á móti Val í Dalhúsum sama dag. „Spiluðum bara heilt yfir flottan körfubolta“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í kvöld.Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur á Fjölni í Ólafssal í kvöld. „Margt mjög gott í leiknum hjá okkur. Mér fannst við byrja svolítið flatar í upphafi leiks en við byrjuðum svo síðari hálfleik mjög vel. Þar vorum við að framkvæma hluti vel í bæði sókn og vörn. Þá náðum við muninum fljótt upp í 20 stig og spiluðum bara heilt yfir flottan körfubolta,“ sagði Baddi í viðtali við Vísi eftir leik. Haukar komu töluvert sterkari út í síðari hálfleik og lögðu þar grunninn af öruggum sigri. „Varnarlega vorum við að falla of mikið af Brittany [Dinkins] og Urté [Slavickaite] og þurftum að bæta það. Sóknarlega vorum við aðeins of óþolinmóðar af bolta hindrunum, að fara alltaf strax í aðgerðir. Í síðari hálfleik fórum við að færa boltann meira og þá komu opnu skotin. Það voru í raun bara þessir tveir eða þrír hlutir sem við fórum yfir í hálfleik,“ svaraði Baddi, aðspurður út í það sem Haukar breyttu til í hálfleiknum. Haukar hafa verið í töluverðum meiðslavandræðum í allan vetur en það eru teikn á lofti um bjartari tíma hjá Haukum í þeim efnum. „Eva er á mjög góðri leið og það er tekin staðan á henni á hverjum einasta degi og styttist í að hún komi til baka, aðgerðin sem hún fór í gekk mjög vel. Jana er svo aðeins byrjuð að hlaupa aftur og vonandi fara þær að koma til baka sem fyrst. Við erum með góðan hóp í dag og bíðum bara spennt eftir því að geta bætt aðeins við og fengið aðeins breiðari hóp fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.