Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. mars 2023 14:30 Sjálfsmynd af Leonardo da Vinci (1452 - 1519), máluð í kringum 1510. Getty Images Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks. Ítalía Menning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks.
Ítalía Menning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira