Skiptir máli að finna áhugann þegar erfið mál skekja hreyfinguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 22:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flutti ávarp á landsfundinum í gær. Mynd/VG Breytingar urðu á stjórn Vinstri grænna á Landsfundi flokksins í dag. Forsætisráðherra og formaður flokksins segir áhuga Landsfundargesta ákveðna vítamínsprautu fyrir hreyfinguna sem hefur glímt við erfið mál að undanförnu. Nýjar stefnur í málefnum fatlaðs fólks og orkumálum voru meðal annars afgreiddar í dag. Úrsagnir úr flokknum vegna ósættis með afgreiðslu á útlendingafrumvarpi varpa óneitanlega ákveðnum skugga á landsfund flokksins sem fer fram á Akureyri um helgina. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir það ekkert launungamál að erfið mál hafi verið í gangi en þrátt fyrir allt hafi fundurinn verið góður og líflegar umræður átt sér stað. „Hér er í senn verið að takast á en um leið er fólk að fallast í faðma og njóta þess að vera saman. Þannig ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði mikil vítamínsprauta fyrir okkur sem erum að taka þátt í þessum fundi,“ segir Katrín en þetta er í fyrsta sinn frá því fyrir heimsfaraldur sem fundurinn fer fram í persónu. Ný stjórn var kjörin nú síðdegis en Katrín Jakobsdóttir situr áfram sem formaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem varaformaður. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir tekur við sem ritari og Steinar Harðarson kemur inn sem gjaldkeri. Sjö meðstjórnendur voru kjörnir, þar af fjórir sem koma nýir inn. Katrín segist spennt fyrir nýrri stjórn en áhuginn á þátttöku hafi verið mikill sem endurspegli mikið líf innan hreyfingarinnar. Jana Salóme og Steinar voru kjörin í embætti ritara og gjaldkera á fundinum í dag.Grafík/Hjalti „Ég er mjög ánægð með þann áhuga, því að auðvitað reynir á þegar erfið mál skekja hreyfingu eins og okkar og þá skiptir auðvitað líka máli að finna hversu mikill áhugi er á því að taka þátt,“ segir Katrín. Ný stefna í málefnum fatlaðra og orkumálum Stefna var mörkuð í mörgum málum en að sögn Katrínar var samstaða um þau flest. „Við erum til dæmis að marka nýja stefnu í málefnum fatlaðs fólks sem við höfum ekki haft áður. Mannréttindamálin og lýðræðismálin hafa verið mjög áberandi hér, ekki síst kannski vegna þess að við erum að sjá bakslag víða um heim þegar kemur að mannréttindamálum og kynjajafnréttismálum þannig þessi mál hafa verið mikið rædd á fundinum,“ segir Katrín. Þar að auki var stríðið í Úkraínu til umræðu og hvernig hreyfing sem setur friðarmál á oddinn eigi að beita sér. Þá var lögð fram ný stefna í orkumálum þar sem áhersla er lögð á samspil orkuskipta og náttúruverndar. „Hér liggur fyrir almenn stjórnmálaályktun þar sem er kveðið á um að það sé mjög mikilvægt að við höldum áfram að nýta rammaáætlun sem grundvallartæki til þess að leggja mat á hvaða svæði eiga að fara í vernd og hvað eigi að nýta,“ segir Katrín en auðlindarmálin almennt voru einnig til umræðu. Ályktanir frá verða síðan teknar fyrir á morgun og þær afgreiddar auk þess sem flokksráð verður kosið. Risastór verkefni fram undan Hvað framtíðina varðar haldi þau ótrauð áfram þar sem risastór verefni eru fram undan, til að mynda hvað varðar nýja landsstefnu í mannréttindamálum og nýja mannréttindastofnun, endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og áframhaldandi stefnumótun í sjávarútvegsmálmálum og matvælaframleiðslu almennt. „Þetta eru auðvitað mál sem við ráðherrar Vinstri grænna förum með og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er mikil ánægja hér í hreyfingunni með þá vinnu sem við erum búin að vera að inna af hendi í þessum málaflokkum og vilji til þess að við ljúkum okkar verkefnum í því,“ segir Katrín. Þá sé mikil spenna innan hreyfingarinnar fyrir framhaldinu, þrátt fyrir allt. „Við erum nú öllu vön í ólgu, við gengum í gegnum mjög erfitt kjörtímabil í ríkisstjórn 2009 til 2013. Síðasta kjörtímabil var ekki beinlínis dans á rósum, við misstum tvo þingmenn og einmitt ýmsa félaga. Þannig að þó að þetta sé auðvitað leiðinlegt þegar leiðir skilja þá erum við ýmsu vön og tökum þessu ekkert allt of persónlega,“ segir hún létt í bragði. Vinstri græn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Úrsagnir úr flokknum vegna ósættis með afgreiðslu á útlendingafrumvarpi varpa óneitanlega ákveðnum skugga á landsfund flokksins sem fer fram á Akureyri um helgina. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir það ekkert launungamál að erfið mál hafi verið í gangi en þrátt fyrir allt hafi fundurinn verið góður og líflegar umræður átt sér stað. „Hér er í senn verið að takast á en um leið er fólk að fallast í faðma og njóta þess að vera saman. Þannig ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði mikil vítamínsprauta fyrir okkur sem erum að taka þátt í þessum fundi,“ segir Katrín en þetta er í fyrsta sinn frá því fyrir heimsfaraldur sem fundurinn fer fram í persónu. Ný stjórn var kjörin nú síðdegis en Katrín Jakobsdóttir situr áfram sem formaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem varaformaður. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir tekur við sem ritari og Steinar Harðarson kemur inn sem gjaldkeri. Sjö meðstjórnendur voru kjörnir, þar af fjórir sem koma nýir inn. Katrín segist spennt fyrir nýrri stjórn en áhuginn á þátttöku hafi verið mikill sem endurspegli mikið líf innan hreyfingarinnar. Jana Salóme og Steinar voru kjörin í embætti ritara og gjaldkera á fundinum í dag.Grafík/Hjalti „Ég er mjög ánægð með þann áhuga, því að auðvitað reynir á þegar erfið mál skekja hreyfingu eins og okkar og þá skiptir auðvitað líka máli að finna hversu mikill áhugi er á því að taka þátt,“ segir Katrín. Ný stefna í málefnum fatlaðra og orkumálum Stefna var mörkuð í mörgum málum en að sögn Katrínar var samstaða um þau flest. „Við erum til dæmis að marka nýja stefnu í málefnum fatlaðs fólks sem við höfum ekki haft áður. Mannréttindamálin og lýðræðismálin hafa verið mjög áberandi hér, ekki síst kannski vegna þess að við erum að sjá bakslag víða um heim þegar kemur að mannréttindamálum og kynjajafnréttismálum þannig þessi mál hafa verið mikið rædd á fundinum,“ segir Katrín. Þar að auki var stríðið í Úkraínu til umræðu og hvernig hreyfing sem setur friðarmál á oddinn eigi að beita sér. Þá var lögð fram ný stefna í orkumálum þar sem áhersla er lögð á samspil orkuskipta og náttúruverndar. „Hér liggur fyrir almenn stjórnmálaályktun þar sem er kveðið á um að það sé mjög mikilvægt að við höldum áfram að nýta rammaáætlun sem grundvallartæki til þess að leggja mat á hvaða svæði eiga að fara í vernd og hvað eigi að nýta,“ segir Katrín en auðlindarmálin almennt voru einnig til umræðu. Ályktanir frá verða síðan teknar fyrir á morgun og þær afgreiddar auk þess sem flokksráð verður kosið. Risastór verkefni fram undan Hvað framtíðina varðar haldi þau ótrauð áfram þar sem risastór verefni eru fram undan, til að mynda hvað varðar nýja landsstefnu í mannréttindamálum og nýja mannréttindastofnun, endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og áframhaldandi stefnumótun í sjávarútvegsmálmálum og matvælaframleiðslu almennt. „Þetta eru auðvitað mál sem við ráðherrar Vinstri grænna förum með og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er mikil ánægja hér í hreyfingunni með þá vinnu sem við erum búin að vera að inna af hendi í þessum málaflokkum og vilji til þess að við ljúkum okkar verkefnum í því,“ segir Katrín. Þá sé mikil spenna innan hreyfingarinnar fyrir framhaldinu, þrátt fyrir allt. „Við erum nú öllu vön í ólgu, við gengum í gegnum mjög erfitt kjörtímabil í ríkisstjórn 2009 til 2013. Síðasta kjörtímabil var ekki beinlínis dans á rósum, við misstum tvo þingmenn og einmitt ýmsa félaga. Þannig að þó að þetta sé auðvitað leiðinlegt þegar leiðir skilja þá erum við ýmsu vön og tökum þessu ekkert allt of persónlega,“ segir hún létt í bragði.
Vinstri græn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent