Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 08:00 Víkingurinn Sævar Atli er klár í slaginn með íslenska landsliðinu þrátt fyrir slæmt höfuðhögg á sunnudag. Lyngby Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira