Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:52 Xi er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fundar með Pútín eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur síðarnefnda. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira