Innlent

Bein út­sending: Katrín svarar fyrir raf­byssu­málið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lengst til vinstri, er upphafsmaður umræðunnar. Katrín Jakobsdóttir, lengst til hægri, verður til svara.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lengst til vinstri, er upphafsmaður umræðunnar. Katrín Jakobsdóttir, lengst til hægri, verður til svara. Vísir/Vilhelm

Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan.

Málshefjandi er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Áður en umræðan hefst er óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi sem hefst klukkan 15. Horfa má á þá umræðu einnig í spilaranum hér fyrir neðan.

Umræðuna má rekja til þess að fyrir helgi sagði umboðsmaður Alþingis þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti.

Sjálfur sagðist Jón vera undrandi yfir umræddri niðurstöðu umboðsmanns. Forsætisráðherra hefur þó sagst vera sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna.


Tengdar fréttir

Full­yrðingar ráð­herra um veru­lega fjölgun slysa standast ekki skoðun

Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 

Segir niður­stöðu um­boðs­manns ekki á­fellis­dóm

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn.

Af­greiðsla Jóns á raf­byssu­heimild ekki góð stjórn­sýsla

Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×