Heimsókn Xi hefur verið sögð „friðarför“ í Kína en á blaðamannafundi í morgun svaraði Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytisins, spurningu um það hvort skotfæri frá Kína hefðu verið notuð í Úkraínu.
Wang svaraði að það væru Bandaríkjamenn, ekki Kínverjar, sem væru að sjá mönnum fyrir vopnum á vígvöllum Úkraínu og sagði að ef til vill ættu þau að horfa í eigin barm og hætta að skara að eldinum og leita lausna þess í stað.
BREAKING: Chinese leader Xi Jinping has landed in Moscow to meet with Vladimir Putin.
— Sky News (@SkyNews) March 20, 2023
The Chinese government have given few details of what Mr Jinping hopes to accomplish in the visit.
Latest updates: https://t.co/X3flQUBL0r
Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/rUyf2pCtcj
Áhyggjur hafa verið uppi um að Kínverjar muni láta Rússa fá vopn til notkunar í Úkraínu en Kínverjar hafa neitað að hafa slíkt í hyggju og þess í stað skotið föstum skotum að bandamönnum Úkraínu fyrir vopnasendingar þeirra.
Wang sagði heimsókn Xi snúast um „vináttu, samvinnu og frið“.
Xi er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fundar með Pútín eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur síðarnefnda af Alþjóðaglæpadómstólnum. Viðbrögð Kínverja voru að fordæma dómstólinn og segja að hann ætti að forðast pólitík og viðhafa hlutleysi.