Telja að olíumengun megi rekja til skipsflaks við Vestmannaeyjar Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 15:41 Olíublautir fuglar fundust meðal annars í Vestmannaeyjum á milli 2020 og 2022. Vísir/Vilhelm Olíumengun sem merki hafa fundist um við suðurströndina undanfarin ár má líklega rekja til skipsflaks á hafsbotni við Vestmannaeyjar. Tölvulíkön um hafstrauma og gervihnattagögn voru notuð til að reyna að rekja upptök mengunarinnar. Talsverður fjöldi olíublautra fugla fannst víðs vegar við strendur Suðurlands og í Vestmannaeyjum á milli áranna 2020 og 2022, meðal annars í Reynisfjöru, í Vík og víðar. Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun létu greina rek olíu við suðurströndina og voru meðal annars notuð til þess tölvulíkön Veðurstofunnar og Copernicus-gagnaþjónusta Evrópusambandsins. Ekki reyndist mögulegt að rekja uppruna mengunarinnar nákvæmlega en óþekkt skipsflak á hafsbotni er talin líklegasta skýringin. Efnagreining leiddi í ljós að um svartolíu var að ræða en hún er meðal annars notuð sem eldsneyti í skipum. Það bendi til þess að flakið sé af skipi sem sökk eftir síðari heimsstyrjöldina þar sem svartolía var ekki notuð í eldri skipum. Mestar líkur eru taldar á að flakið sé að finna á hafsvæði innan við tólf sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Lekinn sé líklega stöðugur og frekar lítill. Tvö flök sem eru fjórar til sex sjómílur suðaustan af Vestmannaeyjum eru talin líklegust. Í skýrslu sérfræðings sem stofnanirnar fengu til verksins kemur fram að til þess að greina megi uppruna mengunarinnar með vissu þurfi að koma auga á olíuflekk á yfirborði sjávar og rannsaka skipsflök á svæðinu. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Talsverður fjöldi olíublautra fugla fannst víðs vegar við strendur Suðurlands og í Vestmannaeyjum á milli áranna 2020 og 2022, meðal annars í Reynisfjöru, í Vík og víðar. Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun létu greina rek olíu við suðurströndina og voru meðal annars notuð til þess tölvulíkön Veðurstofunnar og Copernicus-gagnaþjónusta Evrópusambandsins. Ekki reyndist mögulegt að rekja uppruna mengunarinnar nákvæmlega en óþekkt skipsflak á hafsbotni er talin líklegasta skýringin. Efnagreining leiddi í ljós að um svartolíu var að ræða en hún er meðal annars notuð sem eldsneyti í skipum. Það bendi til þess að flakið sé af skipi sem sökk eftir síðari heimsstyrjöldina þar sem svartolía var ekki notuð í eldri skipum. Mestar líkur eru taldar á að flakið sé að finna á hafsvæði innan við tólf sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Lekinn sé líklega stöðugur og frekar lítill. Tvö flök sem eru fjórar til sex sjómílur suðaustan af Vestmannaeyjum eru talin líklegust. Í skýrslu sérfræðings sem stofnanirnar fengu til verksins kemur fram að til þess að greina megi uppruna mengunarinnar með vissu þurfi að koma auga á olíuflekk á yfirborði sjávar og rannsaka skipsflök á svæðinu.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira