Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. mars 2023 16:30 Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun