Á vef Veðurstofunnar segir að það séu dálítil él í öðrum landshlutum, en yfirleitt úrkomulaust á Vesturlandi og dragi úr frostinu.
Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi, sem og á Vestfjörðum, og eru ferðamenn og aðrir vegfarandur beðnir um að kynna sér vel veðurspá og færð áður en lagt er af stað.
„Fer að rofa til syðra í kvöld, en áfram hvassviðri eða stormur syðst í nótt og fram á morgundaginn. Norðaustankaldi eða -strekkingur og víða dálítil él seinnipartinn á morgun, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Áfram frost víða á landinu og ekki útlit fyrir neinum hlýindum á næstunni,“ segir á vef Veðurstofunnar

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-25 við suðausturströndina. Dálítil él á austanverðu landinu og með norðurströndinni, en annars yfirleitt léttskýjað. Dregur smám saman úr vindi síðdegis. Frost víða 2 til 7 stig, en frostlaust syðst.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él, en bjartviðri sunnan- og vestantil. Frost 0 til 8 stig að deginum, minnst syðra.
Á föstudag: Norðaustankaldi og smá él, einkum með norðurströndinni, en lengst af léttskýjað syðra. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Áfram kalt í veðri.