Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 11:41 Kristrún Frostadóttir tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns Samfylkingarinnar hinn 19. ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24