Innlent

Bein út­sending: Al­þjóða­sam­skipti og þjóðar­öryggi

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til 16.
Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til 16. AMS

Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum?

Þessu verður velt upp á ráðstefnu þjóðaröryggisráðs sem haldin er í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands (AMS) í Norðurljósasal Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í spilaranum að neðan.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, mun flytja opnunarávarp ráðstefnunnar, en auk hennar munu mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Christoph Heusgen, forstöðumaður Öryggisráðstefnunnar í München, einnig flytja ávarp.

13:00 – 13:15 Opnunarávarp

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs

13:15 – 14:30 Alþjóðasamvinna og áskoranir samtímans

  • Opnunarerindi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
  • Ávarp: Christoph Heusgen, forstöðumaður Munich Security Conference*
  • Pallborðsumræður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, Hermann Örn Ingólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
  • Stutt innlegg í umræðuna frá Mika Aaltola, forstöðumanni finnsku alþjóðamálastofnunarinnar (FIIA) og Kristin Haugevik, sérfræðingi hjá norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI)*
  • Umræðustjórn: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

14:30-14:45 Kaffihlé

14:45-15:45 Alþjóðasamstarf og víðtækir öryggishagsmunir Íslands

  • Inngangserindi og umræðustjórn: Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
  • Pallborðsumræður: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst

15:45 – 16:00 Lokaorð: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×