Snorri: Möguleikarnir minnkuðu en einvígið er ekki búið Andri Már Eggertsson skrifar 21. mars 2023 21:53 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir sjö marka tap gegn Göppingen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það var mjög erfitt að eiga við þá og við vissum það og vorum búnir að ræða það. Það er alveg klárt að við náðum ekki upp okkar besta leik. Ég var svekktastur með að ég fékk þetta í þann leik sem ég vildi en þar sem það var töluvert mikið skorað þá vorum við með of mikið af tæknifeilum og klikkuðum á of mikið af færum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Göppingen endaði fyrri hálfleik afar vel og var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Varnarleikur gestanna var afar sterkur og Valur skoraði aðeins eitt mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. „Sennilega breyttist varnarleikur þeirra eitthvað aðeins en mér fannst við líka flýta okkur þar sem við fórum að hnoða of mikið og flæðið minnkaði. Í fyrri hálfleik náðum við ekki upp okkar hraða og fengum á okkur of mikið af mörkum í bakið. Við voru ekki nægilega góðir til að standast svona liði snúninginn.“ Göppingen gekk á lagið í seinni hálfleik og refsaði Val fyrir öll mistök. Gestirnir unnu að lokum sjö marka sigur 29-36 og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í Þýskalandi. „Eflaust var eitthvað þreytumerki Benedikt [Gunnar Óskarsson] datt út en í gruninn vantaði gæði hjá okkur.“ „Möguleikarnir minnkuðu töluvert eftir þennan leik. Það verður ekki gott að fara til Þýskalands sjö mörkum undir. Einvígið er ekki búið fyrr en seinni leikurinn klárast og við munum fara yfir þennan leik og sjá hvað við getum gert. Það væri ólíkt okkur og sjálfum mér að fara út úr okkar gildum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson aðspurður um möguleika Vals í næsta leik gegn Göppingen. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
„Það var mjög erfitt að eiga við þá og við vissum það og vorum búnir að ræða það. Það er alveg klárt að við náðum ekki upp okkar besta leik. Ég var svekktastur með að ég fékk þetta í þann leik sem ég vildi en þar sem það var töluvert mikið skorað þá vorum við með of mikið af tæknifeilum og klikkuðum á of mikið af færum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Göppingen endaði fyrri hálfleik afar vel og var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Varnarleikur gestanna var afar sterkur og Valur skoraði aðeins eitt mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. „Sennilega breyttist varnarleikur þeirra eitthvað aðeins en mér fannst við líka flýta okkur þar sem við fórum að hnoða of mikið og flæðið minnkaði. Í fyrri hálfleik náðum við ekki upp okkar hraða og fengum á okkur of mikið af mörkum í bakið. Við voru ekki nægilega góðir til að standast svona liði snúninginn.“ Göppingen gekk á lagið í seinni hálfleik og refsaði Val fyrir öll mistök. Gestirnir unnu að lokum sjö marka sigur 29-36 og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í Þýskalandi. „Eflaust var eitthvað þreytumerki Benedikt [Gunnar Óskarsson] datt út en í gruninn vantaði gæði hjá okkur.“ „Möguleikarnir minnkuðu töluvert eftir þennan leik. Það verður ekki gott að fara til Þýskalands sjö mörkum undir. Einvígið er ekki búið fyrr en seinni leikurinn klárast og við munum fara yfir þennan leik og sjá hvað við getum gert. Það væri ólíkt okkur og sjálfum mér að fara út úr okkar gildum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson aðspurður um möguleika Vals í næsta leik gegn Göppingen.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða