Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 06:44 Ríkislögreglustjóri tekur undir með héraðssaksóknara varðandi brottfall þriggja ákvæða úr hegningarlögum. Vísir/Vilhelm Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06