Reiður eftir að boltinn fór í hönd Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigur og frábæran leik gegn Arsenal í gærkvöld. Instagram/@fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir reyndist fyrrverandi læriföður sínum svo sannarlega erfið með stórleik fyrir Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira