Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 22. mars 2023 09:30 Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun