Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 10:48 Þegar mest var héldu tíu manns Irvo Otieno niðri. Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57
Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33