Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 16:59 Flaska af Jack Daniels annars vegar og hið umdeilda hundaleikfang hins vegar. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að viskíflaskan er vinstra megin. AP/Jessica Gresko Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda. Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda.
Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira