Forgangsröðum í þágu menntunar Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 23. mars 2023 09:31 Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun