Spá Þungavigtarinnar fyrir Bestu deildina: Blikar verja titilinn en Mike setur pressu á Valsmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 23:00 Arnar Grétarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar ef spá áskrifenda Þungavigtarinnar gengur eftir. Vísir/Pawel/Hulda Margrét Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla ef spá Þungavigtarinnar gengur eftir. HK og Fylkir falla en Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum hlaðvarpsins, setur mikla pressu á Valsmenn. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK Besta deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin voru þeir félagar Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með árlega upphitun fyrir Bestu deild karla þar sem áskrifendur spáðu í spilin. Sérstakur álitsgjafi þáttarins var Viktor Unnar Illugason en í þættinum var hvert lið tekið fyrir og spáð í komandi tímabil. Samkvæmt áskrifendum Þungavigtarinnar munu Blikar verja Íslandsmeistaratitil sinn en þeir unnu Bestu deildina örugglega á síðasta tímabili. Valsmönnum er spáð öðru sæti og Víkingum því þriðja. Þá er nýliðum Fylkis og HK spáð beina leið aftur niður í Lengjudeildina en FH mun komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna á kostnað Stjörnunnar og ÍBV. Mikael Nikulásson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, er þó á því að miðað við mannskap eigi Valsmenn að gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari Vals í vetur. „Þeir eru með Aron Jóh og þessa fjóra gæja, Patrick Pedersen, Andra Rúnar og Tryggva Hrafn sem er ekkert búinn að spila. Fyrir utan það eru þeir með Kristin Frey Sigurðsson og Guðmund Andra Tryggvason,“ sagði Mikael. „Hvað hefur Guðmundur Andri gert í Valstreyjunni? Hirt launin sín,“ sagði Kristján Óli þá. „Þeir eru með Sigurð Egil. Síðan eru þeir með á miðjunni Orra Hrafn sem þeir fengu frá Fylki. Síðan eru þeir Hauk Pál, Birki Heimis. Vörnin heldur hreinu í hverjum einasta leik, þeir eru með besta markvörðinn í deildinni og bakvörð sem á yfir 100 landsleiki. Þeir eru með hafsent sem á fullt af landsleikjum og var atvinnumaður, þeir eru með hafsent sem var í Breiðablik og AEK,“ hélt Mikael áfram. „Bíddu, á þetta lið ekki að verða Íslandsmeistari? Þetta er Íslandsmótið í knattspyrnu. Þeir æfa í hádeginu, vinna ekki neitt, eru með frábæran þjálfara og aðstoðarþjálfara og allt í kringum þetta. Kommon,“ bætti Mikael við og setti pressu á Valsmenn. Spá áskrifenda Þungavigtarinnar: 1. Breiðablik2. Valur3. Víkingur4. KR5. KA6. FH7. Stjarnan8. ÍBV9. Fram10. Keflavík11. Fylkir12. HK
Besta deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira