Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar en norðan og austanlands má búast við éljum og frosti í dag.
Sunnan heiða verður hins vegar sólríkt ef að líkum lætur og þar getur hitinn sums staðar skriðið rétt yfir frostmark yfir hádaginn.
Spáin fyrir morgundaginn er svipuð og fyrir daginn í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðaustan 8-15 m/s og él, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig.
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Austlæg átt 3-10 og sums staðar dálítil él, en gengur í suðaustan 8-15 með snjókomu á Suður- og Vesturlandi. Frost 1 til 10 stig, kaldast norðaustanlands.
Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt og bjartviðri, en dálítil él við austur- og suðurströndina. Hiti svipaður.
Á miðvikudag: Stíf austanátt og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning sunnanlands. Hlýnar heldur.