Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að rannsókn málsins, sem sé nokkuð umfangsmikil, hafi verið í algjörum forgangi hjá embættinu.
Brotaþoli í málinu er um fertugt og sætir karlmaðurinn gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Ekki hefur verið lagt hald á vopn við rannsókn málsins.
Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.