Óvissustigi vegna Covid aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 13:23 Engar opinberar aðgerðir hafa veri í gangi frá febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig. Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42