Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 17:03 „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu. Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira