Mikilvæg skref í lengri vegferð Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2023 17:01 Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun