Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. mars 2023 08:31 Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Samkeppnismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun