Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2023 07:00 Jón Haukur Steingrímsson. jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur að ekki eigi að loka gönguleiðum að Glym Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu. Í kjölfar banaslyss við Glym á þriðjudag hafa skapast umræður um hvort loka eigi svæðinu yfir vetrartímann. Ferðamálastjóri sagði í dag að hann teldi það nauðsynlegt. Þá hefur upplýsingafulltrúi Landsbjargar sagt að öryggi á svæðinu væri verulega ábótavant og þörf á úrbótum. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður, kom að björgunaraðgerðum á þriðjudaginn. Hann segir aðstæður hafa verið svipaðar og þær voru í dag. Bjart og fallegt veður, skaflar víða, harðfenni og léttur snjór yfir. „Það er bara erfitt fyrir fólk sem kemur frá Evrópu eða Asíu eða öðrum stöðum, það sér ekki endilega hvort það sé að labba í mjúku eða glerhörðu. Þetta getur komið að óvörum og þá geta hlutirnir því miður gerst mjög hratt.” Þyrfti að færa slóðina Jón Haukur segir svæðið hættulegt og þörf sé á aðgerðum. „Þá sérstaklega meðfram brúnunum á gilinu og þar sem gönguleiðin er í raun upprunaleg leið. Þetta byrjaði þannig að fólk gekk beint að augum og síðan þróast leiðin og verður brattari. Slíkar leiðir eru í raun ekkert hugsaðar. Það labbar bara einn og svo næsti og næsti og næsti og smám saman myndast slóð. En það hefur enginn leitt hugann að því hvort slóðin sé örugg.“ „Ísöxin er í raun það eina þú getur notað til að stöðva þig ef þú rennur af stað í harðfenni. Það á við um allar fjallgöngur. Ísöxi er það eina sem stoppar þig,“ segir Jón Haukur. Vísir/Vilhelm Jón Haukur segir að eftir slys af þessu tagi fari gjarnan af stað umræður og fólk kalli eftir samfelldum keðjum og þessháttar, en hann telur það eitt og sér ekki leysa allan vanda. Við svona aðstæður sé erfitt að bregðast við nema með því að hreinlega fær slóðina og gera hana að mestu leiti upp á nýtt. „Í raun flytja slóðina að mestu leiti frá gilbarminum, svo það sé ekki hætta á að fólk renni af stað. Og svo opna út á völdum stöðum þar sem fólk getur notið útsýnisins inni í vernduðum ramma, með girðingar og ekki þannig halla að fólk renni.“ Jón Haukur telur ekki réttu leiðina að loka svæðinu. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. „Fólk fer framhjá lokunum. Prívat og persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Við verðum miklu frekar að upplýsa fólk og kenna ferðamönnum hvað landið okkar, eins og það er stórkostlegt, hvað það er samt hættulegt. Það má ekki gleyma því.“ Stórkostleg upplifun í frosthörkum og fallegu veðri Þrátt fyrir að úrbóta sé þörf víða minnir Jón Haukur á að margt hafi verið gert nú þegar. En þessi mál séu flókin í framkvæmd. „Það koma inn í þetta landeigendur, sveitarfélögin, skipulagsmál, það þarf framkvæmdaleyfi, svo þarf jafnvel hönnuð og svo jafnvel á endanum jafnvel þó það liggi fyrir að það sé verið að fara gera miklar úrbætur á ýmsum stöðum þá erum við jafnvel í vandræðum með að fá verktaka sem geta unnið þessa vinnu sem er oft á tíðum bara býsna sérhæfð og þarf mikla aðlögun að landinu til að láta þetta ganga upp.“ Ferðamenn voru ekki allir vel búnir við Glymsgil í dag.Vísir/Vilhelm Jón Haukur mælir ekki gegn því að ganga að Glymi á veturnar. „Það er stórkostleg upplifun að koma hér í miklum frosthörkum og í fallegu, stöðugu veðri. En fólk þarf algjörlega að vera útbúið í samræmi við það. Það veltur allt á því hvort getum við kynnt það nógu vel fyrir ferðamönnunum okkar hvernig þeir eiga að útbúa sig. Þetta er náttúrulega stórkostlegur staður þannig eðlilega vill fólk sjá þetta. Það er erfitt að banna hluti og ég held að það sé ekki alltaf lausnin, við þurfum bara að leita leiða til að hjálpa fólki.“ Ísöxi það eina sem stöðvar þig Varðandi aðbúnað eru almenninlegir mannbroddar númer eitt tvö og þrjú að sögn Jóns Hauks. „Þá erum við ekki að tala um gúmmíbrodda með smápinnum. Þetta þurfa að vera broddar með að minnsta kosti eins og hálfs sentimetra göddum. Og absalút ísöxi líka sé það að fara í brattlendi. Ísöxin er í raun það eina þú getur notað til að stöðva þig ef þú rennur af stað í harðfenni. Það á við um allar fjallgöngur. Ísöxi er það eina sem stoppar þig.“ Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. 24. mars 2023 12:33 Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í kjölfar banaslyss við Glym á þriðjudag hafa skapast umræður um hvort loka eigi svæðinu yfir vetrartímann. Ferðamálastjóri sagði í dag að hann teldi það nauðsynlegt. Þá hefur upplýsingafulltrúi Landsbjargar sagt að öryggi á svæðinu væri verulega ábótavant og þörf á úrbótum. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður, kom að björgunaraðgerðum á þriðjudaginn. Hann segir aðstæður hafa verið svipaðar og þær voru í dag. Bjart og fallegt veður, skaflar víða, harðfenni og léttur snjór yfir. „Það er bara erfitt fyrir fólk sem kemur frá Evrópu eða Asíu eða öðrum stöðum, það sér ekki endilega hvort það sé að labba í mjúku eða glerhörðu. Þetta getur komið að óvörum og þá geta hlutirnir því miður gerst mjög hratt.” Þyrfti að færa slóðina Jón Haukur segir svæðið hættulegt og þörf sé á aðgerðum. „Þá sérstaklega meðfram brúnunum á gilinu og þar sem gönguleiðin er í raun upprunaleg leið. Þetta byrjaði þannig að fólk gekk beint að augum og síðan þróast leiðin og verður brattari. Slíkar leiðir eru í raun ekkert hugsaðar. Það labbar bara einn og svo næsti og næsti og næsti og smám saman myndast slóð. En það hefur enginn leitt hugann að því hvort slóðin sé örugg.“ „Ísöxin er í raun það eina þú getur notað til að stöðva þig ef þú rennur af stað í harðfenni. Það á við um allar fjallgöngur. Ísöxi er það eina sem stoppar þig,“ segir Jón Haukur. Vísir/Vilhelm Jón Haukur segir að eftir slys af þessu tagi fari gjarnan af stað umræður og fólk kalli eftir samfelldum keðjum og þessháttar, en hann telur það eitt og sér ekki leysa allan vanda. Við svona aðstæður sé erfitt að bregðast við nema með því að hreinlega fær slóðina og gera hana að mestu leiti upp á nýtt. „Í raun flytja slóðina að mestu leiti frá gilbarminum, svo það sé ekki hætta á að fólk renni af stað. Og svo opna út á völdum stöðum þar sem fólk getur notið útsýnisins inni í vernduðum ramma, með girðingar og ekki þannig halla að fólk renni.“ Jón Haukur telur ekki réttu leiðina að loka svæðinu. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. „Fólk fer framhjá lokunum. Prívat og persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Við verðum miklu frekar að upplýsa fólk og kenna ferðamönnum hvað landið okkar, eins og það er stórkostlegt, hvað það er samt hættulegt. Það má ekki gleyma því.“ Stórkostleg upplifun í frosthörkum og fallegu veðri Þrátt fyrir að úrbóta sé þörf víða minnir Jón Haukur á að margt hafi verið gert nú þegar. En þessi mál séu flókin í framkvæmd. „Það koma inn í þetta landeigendur, sveitarfélögin, skipulagsmál, það þarf framkvæmdaleyfi, svo þarf jafnvel hönnuð og svo jafnvel á endanum jafnvel þó það liggi fyrir að það sé verið að fara gera miklar úrbætur á ýmsum stöðum þá erum við jafnvel í vandræðum með að fá verktaka sem geta unnið þessa vinnu sem er oft á tíðum bara býsna sérhæfð og þarf mikla aðlögun að landinu til að láta þetta ganga upp.“ Ferðamenn voru ekki allir vel búnir við Glymsgil í dag.Vísir/Vilhelm Jón Haukur mælir ekki gegn því að ganga að Glymi á veturnar. „Það er stórkostleg upplifun að koma hér í miklum frosthörkum og í fallegu, stöðugu veðri. En fólk þarf algjörlega að vera útbúið í samræmi við það. Það veltur allt á því hvort getum við kynnt það nógu vel fyrir ferðamönnunum okkar hvernig þeir eiga að útbúa sig. Þetta er náttúrulega stórkostlegur staður þannig eðlilega vill fólk sjá þetta. Það er erfitt að banna hluti og ég held að það sé ekki alltaf lausnin, við þurfum bara að leita leiða til að hjálpa fólki.“ Ísöxi það eina sem stöðvar þig Varðandi aðbúnað eru almenninlegir mannbroddar númer eitt tvö og þrjú að sögn Jóns Hauks. „Þá erum við ekki að tala um gúmmíbrodda með smápinnum. Þetta þurfa að vera broddar með að minnsta kosti eins og hálfs sentimetra göddum. Og absalút ísöxi líka sé það að fara í brattlendi. Ísöxin er í raun það eina þú getur notað til að stöðva þig ef þú rennur af stað í harðfenni. Það á við um allar fjallgöngur. Ísöxi er það eina sem stoppar þig.“
Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. 24. mars 2023 12:33 Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. 24. mars 2023 12:33
Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49