Paprika orðin tímabundin lúxusvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2023 09:01 Húsnæðislánin hafa vissulega hækkað hjá stórum hópi lántaka. Hækkandi verð á papriku hefur ekki síður verið milli tannanna á fólki. Unsplash/Theo Crazzolara Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum. Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“ Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“
Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira