„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. mars 2023 12:31 Hrafnhildur tók mikið af ljósmyndum í vettvangsferð sinni í verslanir og birtir á síðunni sinni. aðsend „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend
Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira