„Vægast sagt farið fram með kostulegum óheilindum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:00 Þórður Snær sakar Ómar Smárason um óheilindi. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar gagnrýnir ummæli Ómars Smárasonar samskiptastjóra KSÍ harðlega í tengslum við fréttaflutning af meintu kynferðisofbeldi leikmanna íslenska landsliðsins. Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira