Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 20:04 Gríðarleg eyðilegging er eftir óveðrið. AP Photo/Rogelio V. Solis Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. Gríðarleg eyðilegging blasir nú við íbúum á stóru svæði í Mississippi eftir að hvirfilbylurinn herjaði á ríkið og lagði þar allt í rúst. Tugir bygginga eyðilögust í veðurofsanum, húsþök losnuðu og raflínur skemmdust. Þúsundir eru án rafmagns. „Við erum rétt fyrir utan Rolling Fork og það er stór hvirfilbylur að nálgast bæinn. Bærinn er beint á braut hvirfilbylsins og við erum rétt sunnan við bæinn. Hvirfilbylurinn stefnir beint að okkur,“ sagði viðmælandi við AP-fréttaveituna í gær. Björgunarsveitir vinna nú að leit að fólki í húsarústum og aðstoða íbúa á svæðinu. Tala látinna stendur í tuttugu og fjórum, fjögurra er saknað og tugir slasaðir. Mikið er um hjólhýsabyggð á stóru svæði og segir íbúi að hvert einasta hjólhýsi hafi fokið burt. „Um klukkan 8:20 fóru skýstrókasírenurnar af stað til að vara fólkið við svo það gæti leitað skjóls. Þetta gerðist svo hratt. Núna eru mörg hús skemmd á borgarsvæðinu og einnig á öðrum svæðum í sýslunni,“ segir Bruce Williams, lögreglustjóri í Tennessee. Joe Biden Bandaríkjaforseti vottaði samúð í yfirlýsingu í dag og hvatti Bandaríkjamenn til að biðja fyrir fjölskyldum sem eiga um sárt að binda. Þá hefur ríkisstjóri Mississipi lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins, samkvæmt CNN. Náttúruhamfarir Bandaríkin Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir nú við íbúum á stóru svæði í Mississippi eftir að hvirfilbylurinn herjaði á ríkið og lagði þar allt í rúst. Tugir bygginga eyðilögust í veðurofsanum, húsþök losnuðu og raflínur skemmdust. Þúsundir eru án rafmagns. „Við erum rétt fyrir utan Rolling Fork og það er stór hvirfilbylur að nálgast bæinn. Bærinn er beint á braut hvirfilbylsins og við erum rétt sunnan við bæinn. Hvirfilbylurinn stefnir beint að okkur,“ sagði viðmælandi við AP-fréttaveituna í gær. Björgunarsveitir vinna nú að leit að fólki í húsarústum og aðstoða íbúa á svæðinu. Tala látinna stendur í tuttugu og fjórum, fjögurra er saknað og tugir slasaðir. Mikið er um hjólhýsabyggð á stóru svæði og segir íbúi að hvert einasta hjólhýsi hafi fokið burt. „Um klukkan 8:20 fóru skýstrókasírenurnar af stað til að vara fólkið við svo það gæti leitað skjóls. Þetta gerðist svo hratt. Núna eru mörg hús skemmd á borgarsvæðinu og einnig á öðrum svæðum í sýslunni,“ segir Bruce Williams, lögreglustjóri í Tennessee. Joe Biden Bandaríkjaforseti vottaði samúð í yfirlýsingu í dag og hvatti Bandaríkjamenn til að biðja fyrir fjölskyldum sem eiga um sárt að binda. Þá hefur ríkisstjóri Mississipi lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins, samkvæmt CNN.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira