KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 07:00 Gengi KA í Olís-deild karla hefur vægast sagt ekki verið upp á marga fiska eftir að Jónatan Magnússon tilkynnti að hann muni hætta með liðið að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur. Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Síðan nýja árið gekk í garð hefur KA unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað sjö leikjum. Liðið situr nú í tíunda sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti. Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA, er á leið frá félaginu og mun taka við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. „Þeir eru bara í tómri þvælu“ „Ég talaði um það bæði snemma á tímabilinu og svo endurtók ég þessa ræðu fyrir ekkert allt of mörgum vikum síðan að ég hafði séð þetta tímabil þannig hjá KA að þeir hafi ákveðið að - þó þeir séu með stóra prófíla sem halda sinni stöðu - þá hafi þeir ákveðið að blóðga unga stráka,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, í þættinum. „Þeir hafi þá bara hugsað það þannig að þeir hafi ætlað að reyna að vera í þessari baráttu um að komast í úrslitakeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, en þessir ungu strákar eru allavega að fá bullandi séns.“ „Ég var auðvitað svolítið að giska í eyðurnar með þessari ræðu minni á sínum tíma en ég hugsa að þetta hafi verið nokkurn veginn svona. En djöfull hafa þeir mislesið stöðuna.“ „Þeir eru bara í tómri þvælu og eru að vakna upp við svo vondan draum núna. Þeir eru búnir að vera gjörsamlega fljóta sofandi að feigðarósi smátt og smátt á þessu tímabili. Og verandi með þennan hóp og vera í þeirri stöðu að þegar það eru þrjár umferðir eftir að vera bara í bullandi fallbaráttu gegn þessu ÍR liði. Þetta er bara skandall.“ Stjórn KA eigi að rífa í gikkinn Þeir Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, og Teddi færðu sig svo yfir í umræðu um þjálfara liðsins, Jónatan Magnússon. Arnar rifjaði upp viðtal sem hann tók við Jónatan fyrr í vetur og spurði kollega sinn svo að því hvort stjórn KA væri að sofa á verðinum með það að segja þjálfaranum upp. „Það bara liggur í augum uppi,“ sagði Teddi. „Ég meina, þú varst að fara yfir þetta núna áðan og þetta er einn sigur á móti Herði í síðustu níu leikjum.“ Arnar benti svo á að KA mætir FH, Fram og Gróttu í síðustu þrem umferðum deildarkeppninnar og spurði að því hversu mörg stig Teddi sæi fyrir sér að liðið myndi taka úr þessum þremur leikjum með Jónatan í brúnni. „Núll,“ sagði Teddi einfaldlega. „Ég myndi segja það að örlög KA eru bara í höndum ÍR eins og staðan er núna. Þeir fá ekki fleiri stig.“ „Ef að það er þeim hjartansmál að halda sér í deildinni þá myndi ég líklega gera það,“ sagði Teddi svo þegar hann var aftur spurður út í það hvort KA ætti að láta Jónatan fara. Nýjasta þátt Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir ofan, en umræðan um KA og Jónatan hefst eftir um það bil 28 mínútur.
Olís-deild karla KA Handkastið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira