„Skammist ykkar“ segja dönsku blöðin eftir ótrúlegt tap Dana Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 15:41 Danir unnu Finna á fimmtudag en runnu heldur betur á rassinn í Kasakstan í dag. Vísir/Getty Ansi óvænt úrslit urðu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag þegar Danir töpuðu á útivelli gegn Kasakstan. Danir komust í 2-0 í leiknum en misstu niður forystuna á síðustu sextán mínútum leiksins. Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira