„Gaur, hættu að hrósa mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson lyftir hér Íslandsmestaraskildinum eftir að Blikar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir það raunhæft markmið að íslenskt lið komist í riðlakeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu. Óskar Hrafn ræddi drauma um að komast langt í Evrópu við Guðjón Guðmundsson. Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira