Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 08:40 Gera má ráð fyrir verulegum samgöngutruflunum í Þýskalandi í dag. AP/Michael Probst Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. „Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi. Þýskaland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
„Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi.
Þýskaland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira