Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 27. mars 2023 16:25 Lögregluþjónar felldu árásarmanninn, samkvæmt lögreglunni. Lögreglan í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. Ekki liggur fyrir hve margir ef einhverjir eru særðir en slökkvilið Nashville segist hafa flutt nokkra á sjúkrahús. Það gæti þó átt við börnin sem öll voru úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og voru þau öll skotin til bana. Að sögn lögreglunnar virtist konan sem um ræðir vera á táningsaldri. Það hefur þó nú verið staðfest að hún var 28 ára gömul. Ekki er vitað hvort eða hvernig hún tengist skólanum. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum. „Við vitum að hún var vopnuð að minnsta kosti tveimur hríðskotarifflum og skammbyssu. Við erum núna að vinna í því að bera kennsl á hana,“ segir Don Aaron, lögreglustjóri í Nashville, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar árásarinnar. Fréttakona héraðsmiðilsins WKRN segir foreldra hafa sótt önnur börn í skólanum. Officers are telling us at least four people, including a shooter, are dead at the Covenant School at 33 Burton Hills Blvd. @WKRN We re on our way to the scene. pic.twitter.com/OIGhlbgPwW— Peyton Kennedy (@peytonTVkennedy) March 27, 2023 Um tvö hundruð nemendur eru í skólanum sem um ræðir. Hann kallast The Covenant School á ensku og er á vegum lútherskrar kirkju. 128 fjöldaskotárásir hafa nú verið framdar í Bandaríkjunum á þessu ári samkvæmt gögnum úr The Gun Violence Archive. Í gögnunum er það skilgreint sem fjöldaskotárás ef að minnsta kosti fjórir láta lífið fyrir utan árásarmanninn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve margir ef einhverjir eru særðir en slökkvilið Nashville segist hafa flutt nokkra á sjúkrahús. Það gæti þó átt við börnin sem öll voru úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og voru þau öll skotin til bana. Að sögn lögreglunnar virtist konan sem um ræðir vera á táningsaldri. Það hefur þó nú verið staðfest að hún var 28 ára gömul. Ekki er vitað hvort eða hvernig hún tengist skólanum. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum. „Við vitum að hún var vopnuð að minnsta kosti tveimur hríðskotarifflum og skammbyssu. Við erum núna að vinna í því að bera kennsl á hana,“ segir Don Aaron, lögreglustjóri í Nashville, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar árásarinnar. Fréttakona héraðsmiðilsins WKRN segir foreldra hafa sótt önnur börn í skólanum. Officers are telling us at least four people, including a shooter, are dead at the Covenant School at 33 Burton Hills Blvd. @WKRN We re on our way to the scene. pic.twitter.com/OIGhlbgPwW— Peyton Kennedy (@peytonTVkennedy) March 27, 2023 Um tvö hundruð nemendur eru í skólanum sem um ræðir. Hann kallast The Covenant School á ensku og er á vegum lútherskrar kirkju. 128 fjöldaskotárásir hafa nú verið framdar í Bandaríkjunum á þessu ári samkvæmt gögnum úr The Gun Violence Archive. Í gögnunum er það skilgreint sem fjöldaskotárás ef að minnsta kosti fjórir láta lífið fyrir utan árásarmanninn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent