Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:05 Hale gekk um ganga skólans og skaut sex til bana. AP/Metropolitan Nashville Police Department Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Á heimili Hale fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hale var fyrrverandi nemendi í skólanum og lögregla telur að hann hafi talið sig eiga harma að hefna. Þess ber að geta að lögregla hefur talað um Hale sem „hana“ en Hale notaði karlkyns fornöfn á samfélagsmiðlum síðastliðna mánuði. Hale skaut sér leið inn í skólann vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu. Meðal fórnarlambanna voru skólastjórinn, umsjónarmaður og afleysingakennari, auk þriggja níu ára barna. Tilkynning um árásina barst klukkan 10.13 að staðartíma og Hale var skotinn til bana af lögreglu klukkan 10.27. Covenant School er kristilegur einkaskóli með um það bil 200 nemendur og átta nemendur á hvern kennara. Skólagjöldin eru 16 þúsund dollarar fyrir árið. Um 108 nemendur og starfsmenn voru fluttir í nálæga kirkju eftir skotárásina, þar sem börnin biðu eftir foreldrum sínum. Yfirmaður skólamála í Nashville sagði foreldrana nú velta því fyrir sér hver væru næstu skref. „Hvað á maður að gera? Tekur maður börnin að kaupa ís? Á leikvöllinn? Spyr maður hvað þau sáu? Spyr maður ekki hvað þau sáu? Á maður að láta þau mæta í skólann á morgun? Verður skóli á morgun?,“ sagði hún um spurningar foreldranna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hvatningu sína til þingsins um að setja nýja byssulöggjöf, sem myndi meðal annars fela í sér bann gegn árásarvopnum. Hann sagði árásir af þessu tagi vera að rífa sálina úr bandarísku þjóðinni.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent