Kröfu KV hafnað og Ægir mun eiga lið í næstefstu deild Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 12:59 Ægismenn verða með í Lengjudeildinni í sumar. Facebook/@aegirfc Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Knattspyrnufélags Vesturbæjar þess efnis að félagið fái sæti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar - sætið sem losnaði þegar Kórdrengir lögðu upp laupana. Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað. Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað.
Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00
Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31