„Óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 20:30 Margrét María Ágústsdóttir lærir heimspeki og félagsráðgjöf í Lipscomb háskólanum. Skólinn er í átta mínútna fjarlægð frá Covenant skólanum þar sem skotárás fór fram í gær. vísir Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25
Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05