Hafa náð saman um fríverslun við Moldóvu Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 07:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir samninginn marka þáttaskil í samskiptum þjóðanna. Vísir/Vilhelm EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir. EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir.
EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira