Viðskipti innlent

Origo segir skilið við Kaup­höllina í lok næsta mánaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Afskráning félagsins kemur í kjölfar kaupa félagsins AU 22, sem er að fullu í eigu Umbreytingar II, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í félaginu.
Afskráning félagsins kemur í kjölfar kaupa félagsins AU 22, sem er að fullu í eigu Umbreytingar II, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í félaginu. Vísir/Hanna

Nasdaq Iceland hefur orðið við beiðni Origo um afskráningu í Kauphöll. Síðasti dagur viðskipta með bréf í félaginu verður 25. apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni, en hún kemur í kjölfar tilkynningar frá Origo þar til lagt var fram tilboð til hluthafa um kaup á 25 þúsund hlutum á 87 krónur á hvern hlut. Tilboð félagsins stendur til 11. apríl næstkomandi.

Afskráning félagsins kemur í kjölfar kaupa félagið AU 22, sem er að fullu í eigu Umbreytingar II, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í félaginu.

Fyrr í vetur kom fram í tilkynningu frá Alfa Framtaki að félagið hafi gengið í gegnum miklar breytingar í ytra umhverfi undanfarin ár með skýjavæðingu og breyttum áherslum og kröfum viðskiptavina til upplýsingatækni. Sagði að ákveðin kaflaskil hafi orðið hjá félaginu í kjölfar sölu Origo á 40 prósenta hlut sínum í félaginu Tempo til fjárfestingasjóðsins Diversis Capital fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna.

Þá kom ennfremur fram að rétt væri að kanna afskráningu félagsins úr Kauphöll til að skapa aukinn sveigjanleika fyrir þær breytingar sem ráðast þurfi í.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×