„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 07:27 Sigur Rós á tónleikum í Glasgow í fyrra. Getty/Redferns/Roberto Ricciuti „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. „Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög. Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög.
Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent