Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 14:26 Ana Obregón á viðburði í Madrid í febrúar. Vísir/Getty Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann. Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann.
Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira