BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 16:32 Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson, formaður BHM, tilkynntu um samflot fyrr á árinu. BHM BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg. Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg.
Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18