Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 22:26 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Arnar Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. „Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira